Útfararþjónusta Georgs Vestmannaeyjum 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

     Þegar andlát ber að höndum.


    Dauðinn er eitthvað sem allir þurfa að horfast í augu við einhvern tíma á lífsleiðinni. 
Að  missa náinn ástvin eða ættingja er með  erfiðustu sporum,
 sem nokkur maður gengur í gegnum.
    Sorgin er eðlileg viðbrögð. 
Óhjákvæmilega þarf þá að huga að þeim þáttum er snúa að útför hins látna. 
 Spurningar eru margar. 
Því leitast þeir aðilar sem að útförinni koma við að leysa úr þeim eftir bestu getu.
Athafnir fara yfirleitt fram með svipuðum hætti.


Kistulagning

     Oftast eru nánustu aðstandendur og þeir sem óskað hefur verið eftir, viðstaddir kistulagningu. 
Kistan er höfð opin ef hægt er og þá er hafður klútur/blæja yfir ásjónu hins látna. 
Þegar prestur hefur lokið máli sínu signa viðstaddir yfir hinn látna og taka klútinn/blæjuna af
ef þeir vilja. Stundum vilja aðstandendur það ekki.
 

Útför

     Þegar aðstandendur koma til athafnar tekur meðhjálpari á móti aðstandendum. 
Nánustu aðstandendur sitja gjarnan fremst vinstra megin. 
Ef kista er borin út, sitja líkmenn oftast fremst hægra megin.
     Yfirleitt  er búið að ræða við líkmenn fyrir athöfn og útskýra fyrir þeim,
 hvernig best sé að bera sig að. 
Sama gildir um ef kransar og aðrar skreytingar eru bornar út.
    Stundum óska aðstandendur eftir því að tónlistarflutningur
 hefjist um það bil 20 mínútum fyrir athöfn.
Útför gæti til dæmis verið með þessum hætti:


Forspil

Bæn
Tónlist / sálmur
Ritningarorð
 Tónlist / sálmur
Ritningarorð eða Guðspjall
Tónlist/sálmur
Minningarorð
Tónlist / sálmur
Bæn
Faðir vor
Tónlist/sálmur
Moldun
Tónlist / sálmur
Blessun

Útspil

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Forsíða